Ef mark má taka á enskum blöðum þá verður hart barist um Aaron Wan-Bissaka, hægri bakvörð Crystal Palace næsta sumar.
Wan-Bissaka hefur vakið athygli á þessu tímabili fyrir vaska framgöngu sína í herbúðum Palace.
Hann hefur spilað afar vel í hægri bakverðinum og verið sterklega orðaður við Manchester City.
Í dag er fjallað um að Manchester United og Chelsea vilji einig fá Wan-Bissaka næsta sumar.
Búist er við að Manchester United losi sig við Antonio Valencia og þá er Ashley Young að eldast.
United hefur Diogo Dalot í sínum röðum en félagið vill styrkja þessa stöðu og gæti Wan-Bissaka sem er 21 árs hentað í það.