fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
433

Solskjær hjálpar United við að fá norskt undrabarn: Liverpool og Everton hafa áhuga

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 16. janúar 2019 15:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Isaac Hansen-Aarøen er 14 ára leikmaður Tromsö í Noregi og þar í landi er talað hann sem næstu stjörnu landsins.

Hansen-Aarøen getur hins vegar ekki farið yfir til Englands fyrr en hann verður 16 ára. Hann gæti þó farið til reynslu hjá félögum en Manchester United, Liverpool og Everton hafa áhuga á honum.

Samkvæmt fréttum í Noregi í dag nálgast Untied samkomulag við Tromsö um að hann komi til félagsins 16 ára gamall. Ole Gunnar Solskjær sem stýrir United í dag er sagður spila stórt hlutvekr.

Svein-Morten Johansen yfirmaður knattspyrnumála hjá Tromsö er á leið til Manchester. ,,Ég fer til Manchester í dag og funda með Manchester United sem vilja ganga næsta skref, við áttum fund með þeim í Tromsö í haust. Við ræðum málið ekki meira,“ sagði Johansen.

Eins og fyrr segir getur Hansen-Aarøen ekki skrifað undir fyrr en hann nær 16 ára aldri en hægt er að gera samkomulag sem tæki svo gildi þegar hann nær 16 ára aldri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Breyting á íslenska landsliðshópnum

Breyting á íslenska landsliðshópnum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Spænskir miðlar fara mikinn – Segja þetta það versta undir stjórn Pep

Spænskir miðlar fara mikinn – Segja þetta það versta undir stjórn Pep
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Love Island stjarna leysir frá skjóðunni – „Mjög slæmt því hann á konu og börn“

Love Island stjarna leysir frá skjóðunni – „Mjög slæmt því hann á konu og börn“
433
Fyrir 22 klukkutímum

PSG svo gott sem komið í 16-liða úrslit

PSG svo gott sem komið í 16-liða úrslit