Sam Allardyce, einn merkilegasti stjórinn í enskum fótbolta telur sig ekki getað bjargað Huddersfield frá falli.
David Wagner lét af störfum í gær, hann taldi sig ekki ná lengra með liðið sem situr á botni ensku úrvaldeildarinnar.
Stóri Sam hefur verið orðaður við starfið en hann telur sig ekki geta bjargað liðinu.
,,Sama hvaða töfra ég gæti komið með á borðið, þá skorar liðið ekki nóg til að komast úr vandræðum,“ sagði Allardyce.
,,Þeir spila nógu vel og skapa færi en skora ekki mörk. Það eru því töp í staðin fyrir jafntefli, og jafntefli í staðin fyrir sigra.“
,,Þess vegna er liðið í kjallaranum og ég get ekki lagað þessa stöðu. Þetta er ekki starfið fyrir mig.“