Atletico Madrid er í viðræðum við Chelsea um að ganga frá kaupum á Alvaro Morata framherja félagsins.
Morata vill burt frá Chelsea, hann er ekki í plönum Maurizio Sarri stjóra félagsins. Morata er á sínu öðru tímabili með Chelsea.
Eftir að hafa byrjað vel, hefur hallað hressilega undan fæti hjá Morata sem fær fá tækifæri þessa stundina.
Morata kom tl Chelsea frá Real Madrid fyrir 70 milljónir punda, það er hæsta verð sem Chelsea hefur greitt fyrir leikmann.
Morata er spænskur landsliðsmaður en Sevilla hafði ekki efni á honum og því er boltinn hjá Atletico Madrid en talið er að Chelsea vilji fá meira en 40 milljónir punda.
Gonzalo Higuain gæti komið til Chelsea en hann og Sarri náðu afar vel saman hjá Napoli.