Trent Alexander-Arnold bakvörður Liverpool verður frá næstu vikur vegna meiðsla sem hann varð fyrir á hné.
Trent meiddist í 1-0 sigri Liverpool á laugardag en gat þó klárað leikinn.
Hann meiddist í upphitun leiksins en hann þarf þó ekki að fara í aðgerð vegna meiðslana. Meiðslin koma á versta tíma fyrir Liverpool en félagið losaði sig nýverið við Nathaniel Clyne.
Clyne var lánaður til Bournemouth og því er líklegast að James Milner muni leysa stöðu hægri bakvarðar.
Trent er tvítugur og hefur stimplað sig hressilega inn undir stjórn Jurgen Klopp.
Þá er Georgino Wijnaldum miðjumaður liðsins að glíma við meiðsli og tæpt er að hann geti spilað gegn Crysta Palace um næstu helgi.