Manchester United hefði áhuga á að selja Marouane Fellaini nú í janúar en hann er ekki í plönum Ole Gunnar Solskjær.
Fellaini virðist ekki komast fyrir í þeirri hugmyndafræði sem Solskjær hefur. Fellaini gerði tveggja ára samning við United í sumar.
Fellaini var í talsverðu uppáhaldi hjá Jose Mourinho sem var rekinn frá United í desember.
Fjölmiðlar í heimalandi hans, Belgíu, segja að Fellaini sé með þrjá möguleika á borði sínu.
AC Milan hefur áhuga á honum en félagið getur hins vegar ekki keypt hann. Porto hefur áhuga og sömu sögu er að segja af Guangzhou Evergrande í Kína. Það félag gæti borgað Fellaini svipuð laun og hann hefur hjá United en Fellaini kom til United árið 2013.