fbpx
Föstudagur 19.júlí 2024
433

Pogba á að feta í fótspor Lampard: ,,Þetta var erfitt í kerfinu hans Mourinho“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 14. janúar 2019 11:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Pogba, miðjumaður Manchester United hefur sprungið út eftir að Jose Mourinho var rekinn og Ole Gunnar Solskjær tók við sem stjóri liðsins.

Solskjær hefur unnið fyrstu sex leikina sína í starfi og hefur fengið sóknarmenn félagsins til að blómstra. Pogba lagði upp mark United í 0-1 sigri á Tottenham í gær.

,,Ég nýt þess að spila fótbolta, það var erfitt í hinu kerfinu sem við vorum að spila. Ég vil sækja meira, ég held að ég sé í réttri stöðu, þar sem mér líður best,“ sagði Pogba.

,,Solskjær hefur sagt mér að fara meira inn í teiginn, til að skora. Gera eins og Frank Lampard, sem tók hlaupin inn í teig og skoraði mikið. Ég vil gera meira af því.“

,,Það hjálpar að vita að Matic situr eftir og verður þarna ef við förum hátt upp á völlinn, ég hef gert það eftir að Solskjær kom inn. Ég veit að ég hef öryggið fyrir aftan og er frjáls.“

,,Við viljum ná Meistaradeildarsæti, við verðum að halda áfram. Við eigum heima á toppnum og viljum komast nær honum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sonur Zlatan skrifar undir fyrsta atvinnumannasamninginn

Sonur Zlatan skrifar undir fyrsta atvinnumannasamninginn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Frá Flórens til Nottingham

Frá Flórens til Nottingham
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Vilja gera leikmann Liverpool að þeim dýrasta í sögunni – Slot talað afar vel um hann

Vilja gera leikmann Liverpool að þeim dýrasta í sögunni – Slot talað afar vel um hann
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Eiginkona Arons Einars tjáir sig um framtíðina

Eiginkona Arons Einars tjáir sig um framtíðina
433Sport
Í gær

Sjaldan séð jafn eigingjarna framkomu á ævinni: Skýtur föstum skotum á Ronaldo – ,,Allir nema hann“

Sjaldan séð jafn eigingjarna framkomu á ævinni: Skýtur föstum skotum á Ronaldo – ,,Allir nema hann“
433Sport
Í gær

Forsetinn og sonur hans handteknir eftir úrslitaleikinn

Forsetinn og sonur hans handteknir eftir úrslitaleikinn