Pep Guardiola, stjóri Manchester City vill versla sér varnarsinnaðan miðjumann á næstu mánuðum. Declan Rice, Ruben Neves og fleiri eru orðaðir við félagið.
Fernandinho er einn mikilvægasti leikmaður liðsins en hann er að eldast, Guardiola vill finna arftaka hans.
Sagt er að Wolves vilji fá 100 milljónir punda fyrir Neves en Guardiola ætlar ekki að borga slíka upphæð.
,,Það eru margir svona miðjumenn í heiminum, þeir eru hins vegar flestir samningsbundnir,“ sagði Guardiola.
,,Fyrir mánuði síðan las ég að við myndum borga 100 milljónir punda fyrir Ruben Neves. Við greiðum ekki 100 milljónir punda fyrir varnarsinnaðan miðjumann.“
,,Í flestum stöðum erum við með fjölda leikmanna, þetta fer eftir aldri og verðmiða, hvað við gerum.“