Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, er á óskalista Manchester United sem leitar að nýjum knattspyrnustjóra.
Ole Gunnar Solskjær er stjóri United í dag en óvíst er hvort hann verði við stjórnvölin næsta vetur.
Gengi United undir Solskjær hefur þó verið gott hingað til og gæti félagið íhugað að ráða hann endanlega.
Telegraph fullyrtir það hins vegar í gær að Southgate sé nú á lista yfir þá sem gætu tekið við næsta sumar.
Enska sambandið hefur ekki áhyggjur af þessu og telur sambandið að Southgate muni virða samning sinn. Southgate fékk nýjan samning í vetur eftir gott gengi á HM í Rússlandi.
Talið er að Solskjær eða Mauricio Pochettino muni taka starfið til framtíðar.