Það stefnir í að Manchester United mæti með verulega laskað lið til leiks gegn Arsenal á mánudag.
Paul Pogba snéri aftur eftir meiðsli í vikunni en ökkli hans hefur bólgnað mikið, eftir sigur á Rochdale í deildarbikarnum.
Það er tæpt að Pogba geti spilað gegn Arsenal á mánudag en vonin er þó til staðar.
Ole Gunnar Solskjær staðfesti þetta á fréttamannafundi sínum í dag og sagði einnig hæpið að Anthony Martial og Marcus Rashford gætu spilað.
Það er því laskaður hópur United og þá sérstaklega fram á við sem mætir Arsenal.
Not great news for @ManUtd. Pogba 'a race' to be fit for Monday according to OGS. Hurt ankle v Rochdale. Says 'wouldn't put his life' on Rashford or Martial being fit.
— Simon Stone (@sistoney67) September 27, 2019