fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
433Sport

El Hadji Diouf hefur litla trú á Liverpool: „Fengu tækifæri í fyrra en runnu á rassinn“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 27. september 2019 09:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

El Hadji Diouf, fyrrum leikmaður Liverpool þolir í raun ekki félagið. Þessi fyrrum sóknarmaður frá Senegal er duglegur að tjá sig um málefni líðandi stundar hjá Liverpool, spádómar hans eru yfirleitt ekki mjög góðir.

Diouf er líka illa við marga af sínum gömlu liðsfélögum, þá sérstaklega Jamie Carragher og Steven Gerrard.

Diouf lék með Liverpool frá 2002 til ársins 2005 en hann spáir því að Liverpool verði ekki enskur meistari. ,,Ég sé félagið ekki gera eins vel í ár og í fyrra,“ sagð Diouf en Liverpool vann þá Meistaradeildina og endaði í öðru sæti deildarinnar.

,,Félagið fékk tækifæri til að vinna deildina í fyrra, þetta var í þeirra höndum en þeir runnu á rassgatið. Þeir áttu sjö stig í kringum jólin, ég skil ekki hvernig City vann það upp. Eins og þeir segja á Englandi, þeir fóru á taugum.“

,,Það er erfitt fyrir mig að sjá þá eiga svipað tímabil, ég efast um að þeir verði meistarar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Arteta spurður að því hvort hann ætli að bregðast við áfallinu á leikmannamarkaðnum

Arteta spurður að því hvort hann ætli að bregðast við áfallinu á leikmannamarkaðnum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Róbert Frosti til Póllands?

Róbert Frosti til Póllands?