fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
433Sport

Vandamál Solskjær: Þjálfari óvinsæll og Rashford alltaf í fýlu

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 24. september 2019 10:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það byggjast upp vandamál sem Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United þarf að leysa. Það er að verða ljóst að United verður í vandræðum með að ná einu af efstu fjórum sætunum og mögulega einu af efstu sex sætunum.

Solskjær er að hreinsa til að og reyna að byggja upp nýtt lið, hann losaði nokkra leikmenn í sumar og sótti þrjá nýja. Harry Maguire, Aaron Wan-Bissaka og Daniel James hafa komið vel inn en það vantar fleiri menn.

Daily Mail fjallar ítarlega um málefni Solskjær í dag og þau vandamál sem hann er með. Eitt af þeim er sagt vera Kieran McKenna, aðstoðarmaður hans. McKenna er á sínu öðru ári með aðalliðið en var áður með U18 ára liðið, leikmenn liðsins eru ekki hrifnir af æfingum hans. McKenna stýrir mikið af æfingum sem leikmenn telja að eigi heima í yngri flokkum en ekki hjá aðalliði.

Patrice Evra, fyrrum bakvörður félagsins er að starfa hjá félaginu þessa dagana á meðan hann menntar sig sem þjálfari. Hann er sagður hissa á því hversu margir starfa í kringum Solskjær, það er eitthvað sem margir eru sammála. Starfsliðið er oft stórt og hlutverk manna ekki augljóst.

Þá er Marcus Rashford, framherji félagsins sagður vera mikið í fýlu. Eftir þessu hafi verið tekið síðustu vikur en framherjinn meiddist í tapi gegn West Ham um helgina.

Þá er mannskapur United þunnskipaður fram á við en Solskjær losaði Alexis Sanchez og Romelu Lukaku í sumar, án þess að styrkja sig fram á við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Allt sem Ronaldo segir í viðtölum er satt

Allt sem Ronaldo segir í viðtölum er satt
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Jafnaði ótrúlegt met um helgina – Ósigrandi á útivelli

Jafnaði ótrúlegt met um helgina – Ósigrandi á útivelli
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ummæli Guardiola vekja athygli: ,,Velkominn í ensku úrvalsdeildina“

Ummæli Guardiola vekja athygli: ,,Velkominn í ensku úrvalsdeildina“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Búinn að skora jafnmörg mörk hjá nýja liðinu og hann gerði á tveimur tímabilum í Manchester

Búinn að skora jafnmörg mörk hjá nýja liðinu og hann gerði á tveimur tímabilum í Manchester
433Sport
Í gær

Staða landsliðsins skoðuð – „Við eigum meiri möguleika með Arnar“

Staða landsliðsins skoðuð – „Við eigum meiri möguleika með Arnar“
433Sport
Í gær

Lengjubikarinn: Patrick með þrennu fyrir Val – Blikum mistókst að vinna

Lengjubikarinn: Patrick með þrennu fyrir Val – Blikum mistókst að vinna
433Sport
Í gær

Ummæli fyrrum leikmanns Arsenal vekja athygli – Telur að stuðningsmenn muni láta Arteta heyra það

Ummæli fyrrum leikmanns Arsenal vekja athygli – Telur að stuðningsmenn muni láta Arteta heyra það
433Sport
Í gær

Aron viðurkennir að hafa ætlað sér stærri hluti – „Það er mesta pressan þarna, það er bara staðreynd“

Aron viðurkennir að hafa ætlað sér stærri hluti – „Það er mesta pressan þarna, það er bara staðreynd“