Manchester United hefur opinberað ársreikning sinn frá síðustu leiktíð. Um er að ræða tímabilið 2018/2019.
Tekjur United voru 627,1 milljón punda sem er það mesta í sögu félagsins. Hagnaðurinn var 50 milljónir punda.
,,Við erum einbeittir á það að byggja upp nýtt lið,“ sagði Ed Woodward, stjórnarformaður United um málið.
Búist er við að tekjur United lækki um 45-65 milljónir punda á þessu ári, sökum þess að félagið komst ekki í Meistaradeild Evrópu.
Woodward er umdeildur í starfi, tekur félagsins hafa aukist mikið á hans vakt en árangurinn innan vallar verið afar slakur.
Jose Mourinho var rekinn úr starfi sem stjóri félagsins á síðustu leiktíð, Woodward greindi frá því að félagið hafi greitt honum og aðstoðarmönnum hans 19,6 milljónir punda þegar hann var rekinn.
Man United announced record revenues of £627.1m for 2019. Operating profit of £50m.
Ed Woodward: „We remain focused on our plan of rebuilding the team and continuing to strengthen our youth system, in line with the philosophy of the club and the manager.“ #mufc
— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) September 24, 2019