Xerdan Shaqiri kantmaður Liverpool missir af næstu leikju liðsins vegna meiðsla í kálfa.
Shaqiri reif vöðva í gær undir lok æfingar og verður ekki með gegn MK Dons á morgun, í deildarbikarnum.
Þar hefði komið tækifæri fyrir kantmanninn frá Sviss að sanna ágæti sitt en það þarf að bíða betri tíma.
,,Undir lok æfingar í gær, þá fann Shaqiri eitthvað í kálfanum. Hann gat ekki haldið áfrma og myndataka staðfesti litla rifu í kálfanum,“ sagði Pep Lijnder, úr þjálfarateymi Jurgen Klopp.
Sadio Mane missir einnig af leiknum en er ekki alvarlega meiddur, hann ætti að vera leikfær um helgina.
Mane should return on Saturday after he sustained a „knock and a dead leg“ at Stamford Bridge. “Sadio has a knock, of course, but he looks good. With having today off and having treatment tomorrow, I think on Thurs he will be back in training again, so that looks all good.” #LFC
— Ben Dinnery (@BenDinnery) September 24, 2019