Manchester United tapaði öðrum leik sínum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu í gær er liðið mætti West Ham. United byrjaði tímabilið á 4-0 sigri á Chelsea en tókst ekki að vinna næstu þrjá leiki eftir þann sigur.
Liðið vann svo Leicester 1-0 í síðustu umferð en tapaði svo 2-0 gegn West Ham í London í dag. Þeir Andriy Yarmolenko og Aaron Cresswell sáu um að skora mörk heimamanna í flottum sigri.
Pressa er byrjuð að myndas á Ole Gunnar Solskjær í starfi, liðinu hefur ekki vegnað vel frá því að hann fékk ráðningu til framtíðar.
Mikið er kallað eftir því á samfélagsmiðlum að hann verði rekinn úr starfi. Við spyrjum því hér að neðan.
Á Manchester United að reka Ole Gunnar úr starfi?
Á Manchester United að reka Ole Gunnar Solskjær úr starfi?
— 433.is (@433_is) September 23, 2019