Sandra Sif Magnúsdóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir leiktíðina sem er að ljúka eftir að hún sneri til baka eftir barnsburð.
Sandra spilaði fyrir Augnablik í sumar. Blikar þakka Söndru fyrir framlag hennar fyrir félagið innan sem utan vallar.
Sandra er sjötti leikjahæsti leikmaður kvennaliðs Breiðabliks frá upphafi, með 197 leiki. Nánar um feril Söndru hjá Breiðabliki:
Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir formaður meistaraflokksràðs kvenna afhenti Söndru blómvönd fyrir leikinn á Kópavogsvelli í kvöld.