Jóhann Berg Guðmundsson hefur náð fullri heilsu, hann hefur verið frá í tæpar fjórar vikur vegna meiðsla í kálfa.
Jóhann missti af landsleikjum Íslands í undankeppni EM og hefur misst af tveimur deildarleikjum Burnley.
Meiðsli í kálfa hafa hrjáð kantmanninn en hann hefur hafið æfingar, að fullu með Burnley.
Sean Dyche, stjóri Burnley sagði hins vegar óvíst hvort Jóhann yrði í hóp liðsins gegn Norwich um helgina. Ákvörðun um slíkt yrði tekinn á morgun.
SD confirms that JBG is fit, but a late decision will be made on his squad inclusion after a short spell out. Danny Drinkwater is not yet back in full training.
— Burnley FC (@BurnleyOfficial) September 19, 2019