fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
433Sport

Eiður Smári útskýrir hið umdeilda atvik í gær: „Við viljum allir fyrirsögnina“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 18. september 2019 09:26

Eiður Smári Guðjohnsen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ross Barkley er langt frá því að vera vinsæll hjá stuðningsmönnum Chelsea þessa stundina. Chelsea fékk vítaspyrnu undir lok leiksins gegn Valencia en liðin áttust við í Meistaradeild Evrópu í gær.

Valencia komst í 1-0 með marki frá Rodrigo og ekki löngu seinna fékk Chelsea vítaspyrnu. Flestir bjuggust við að Jorginho myndi taka vítið enda er hann gríðarlega öruggur á punktinum.

Willian var á sama máli og Barkley og ætlaði einnig að taka spyrnuna. Barkley sagði þó nei og ákvað að taka spyrnuna. Barkley heimtaði hins vegar að fá að taka spyrnuna þrátt fyrir að hafa ekki skorað í 17 leikjum.

Barkley steig á punktinn og skaut í slá og eru margir stuðningsmenn öskuillir eftir þessa frekju enska landsliðsmannsins. Eiður Smári Guðjohnsen tjáði sig um málið á BT Sport.

,,Það hefur klárlega eitthvað verið sagt í klefanum og menn hafa látið í sér heyra,“ sagði Eiður.

,,Hvort sem það er Lampard, starfsliðið eða leikmenn sjálfir. Svona hlutir gerast, það hafa allir stórt egó. Við viljum allir fyrirsögnina, þegar þú ert með sjálfstraust þá viltu fá fyrirsögnina. Gera þetta að þínu, þetta er samt óvirðing við félagana.“

,,Þú sem stjóri, viltu ekki að fyrirliðinn þinn stígi upp og láti menn vita að það var búið að ákveða þetta fyrir leik. Stígðu inn sem fyrirliði og nýttu vald þitt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Gummi Ben ræðir son sinn Albert og skrefið í sumar – „Þá hef ég trú á að góðir hlutir gerist“

Gummi Ben ræðir son sinn Albert og skrefið í sumar – „Þá hef ég trú á að góðir hlutir gerist“
433Sport
Í gær

Salah tók fram úr Rooney í gær

Salah tók fram úr Rooney í gær
433Sport
Í gær

Van Dijk veit ekki hvort eða hvenær hann skrifar undir

Van Dijk veit ekki hvort eða hvenær hann skrifar undir
433Sport
Í gær

Saka ekki sá eini sem verður frá í töluverðan tíma

Saka ekki sá eini sem verður frá í töluverðan tíma
433Sport
Í gær

Bruno Fernandes grét inni á skrifstofu eftir að hann fékk ekki að fara

Bruno Fernandes grét inni á skrifstofu eftir að hann fékk ekki að fara
433Sport
Í gær

Eggert Gunnþór skrifar undir nýjan samning

Eggert Gunnþór skrifar undir nýjan samning