Ross Barkley er langt frá því að vera vinsæll hjá stuðningsmönnum Chelsea þessa stundina. Chelsea fékk vítaspyrnu undir lok leiksins gegn Valencia en liðin áttust við í Meistaradeild Evrópu í gær.
Valencia komst í 1-0 með marki frá Rodrigo og ekki löngu seinna fékk Chelsea vítaspyrnu. Flestir bjuggust við að Jorginho myndi taka vítið enda er hann gríðarlega öruggur á punktinum.
Willian var á sama máli og Barkley og ætlaði einnig að taka spyrnuna. Barkley sagði þó nei og ákvað að taka spyrnuna. Barkley heimtaði hins vegar að fá að taka spyrnuna þrátt fyrir að hafa ekki skorað í 17 leikjum.
Barkley steig á punktinn og skaut í slá. ,,Þegar ég er á vellinum, þá tek ég vítaspyrnurnar,“ sagði Barkley og hefur þar með tekið allan vafa af.
,,Ég tók spyrnuna ekki vel, ég skoraði ekki en mér leið vel. Ég væri klár í að taka næstu spyrnu.“
,,Þú getur klikkað á vítaspyrnu, það er ekki heimsendir. Við eigum fimm leiki eftir í riðlinum.“