Albert Guðmundsson fær fá tækifæri með aðalliði AZ Alkmaar í Hollandi þessa dagana, sökum þess lék hann með varaliði félagsins í gær.
Varaliðið leikur í næst efstu deild en liðið tapaði gegn NAC Breda í gær.
Albert lék allan leikinn með AZ en leiknum lauk með 2-1 sigri NAC.
Albert átti tilraun frá miðju sem var nálægt því að enda með marki, AZ var þá að taka miðju og Albert ákvað að láta reyna.
Hann var ekki langt frá því eins og sjá má hér að neðan.
? Thinking like @snjallbert…#AZ #AG28 #jaznac pic.twitter.com/UgHJyKxMUb
— AZ (@AZAlkmaar) September 17, 2019