Gary Neville, sérfræðingur Sky Sports og fyrrum fyrirliði Manchester United vill að félagið hætti að eiga viðskipti við Mino Raiola, umboðsmann Paul Pogba.
Pogba vill fara frá United en leikmenn Raiola vilja oftar en ekki stoppa stutt við hjá félögum.
,,Pogba vill fara, hann hefur látið vita af því,“ sagði Neville.
,,Umboðsmaður hans er til skammar, hann hefur verið sér til skammar um alla Evrópu. Ekki bara hjá Manchester United, félagið þarf að hætta að vinna með honum.. Þeir verða að hætta því, hann hefur ekki þau gildi sem þú villt í félagið.“
,,Manchester United á að hætta að eiga við hann, hann reynir alltaf að fá sinn skerf af kökunni. Þannig vinnur hann.“