Dani Ceballos, miðjumaður Arsenal segist aldrei hafa spilað gegn jafn góðu liði og Liverpool í ár.
Ceballos er í láni frá Real Madrid en Arsenal tapaði gegn Liverpool á Anfield. Ceballos hefur aldrei orðið eins þreyttur í leik.
,,Ég hef aldrei séð svona áður,“ sagði Ceballos og virtist hreinlega verða þreyttur við að hugsa um leikinn.
,,Ég hef ekki áður séð lið spila svona vel, pressa svona vel. Sá leikur hefur haft mikil áhrif á mig.“
,,Þeir sprengja þig bara, þú ert alltaf að verjast og þegar þú færð boltann. Ætlar að ná andanum, þá koma þeir strax aftur í pressu.“
,,Jurgen Klopp er nú með liðið sem hann hefur hugsað um i fjögur ár.“