Dejan Lovren, varnarmaður Liverpool vildi fara frá félaginu í sumar en fékk það ekki. Hann er fjórði kostur Jurgen Klopp í hjarta varnarinnar.
Hann var orðinn þreyttur á endalausum sögusögnum í sumar um að hann væri að fara, ekkert gerðist og Lovren verður hið minnsta fram í janúar, á Anfield.
,,Ég anda léttar að það sé búið að loka glugganum, ég var þreyttur á því að lesa um að ég væri að fara eða ekki frá Liverpool,“ sagði Lovren.
,,Það voru allir að skrifa um Dejan, og vissu ekki neitt. Það pirraði mig, ég íhugaði að fara og vildi fara. Það gerðistekki, mér var tjáð að Liverpool þyrfti á mér að halda. Ég tók því.“
,,Ég vil ekki vera á bekknum og þéna peninga þannig, ég er ekki sáttur á bekknum.“