Jose Mourinho, stjóri Manchester United bað félagið um að vera ekki að bjóða í Virgil van Dijk. Þá varnarmann Southampton. Indepdent segir frá.
Van Dijk gekk í raðir Liverpool í janúar árið 2018, fyrir 75 milljónir punda.
United hefði getað átt möguleika á að fá hann en Mourinho vildi það ekki, hann taldi það nóg að hafa Victor Lindelöf og Eric Bailly.
Báðir voru á innkaupalista Mourinho en hvorugur hefur náð að slá rækilega í gegn. Á sama tíma er Van Dijk besti miðvörður í heimi.
Van Dijk hefur gert Liverpool að einu besta liði í Evrópu með magnaðri frammistöðu í hjarta varnarinnar.