,,Þetta er stór, lítill klúbbur á Englandi. Öðruvísi umhverfi, bara gaman,“ sagði Jón Daði Böðvarsson, sóknarmaður Milwall og íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í dag.
Jón Daði er mættur heim til að taka þátt í leikjum gegn Moldóvu og Albaníu í undankeppni EM. Hann samdi við Milwall í sumar, félagið er þekkt fyrir að eiga hörðustu stuðningsmenn Englands. Þeir eru oft með læti í stúkunni.
,,Þeir hafa tekið mér vel, gaman að vera í þessu umhverfi. Það er heiðarleiki.is, ekkert kjaftæði. Þeir kunna vel við stílinn minn, mér finnst fínt að hlaupa mikið og fara upp kantana, þetta er beinskeyttur fótbolti. Umhverfi sem hentar mér.“
,,Ég vonast til að festa rætur, ég var heillaður þegar þeir ræddu við mig. Þeir höfðu fylgst með mér í 2-3 ár, þeir vita hvernig leikmaður ég er. Þetta er heillandi.“
Viðtalið við Jón Daða er í heild hér að neðan.