fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
433Sport

Getur gert Eið Smára bilaðan að horfa á hann: „Þetta ger­ir mig pirraðan“

433
Þriðjudaginn 3. september 2019 09:47

Eiður Smári Guðjohnsen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiður Smári Guðjohnsen, einn fremsti knattspyrnumaður í sögu Íslands er helsti sérfræðingur Símanns þegar kemur að enska boltanum.

Eiður Smári var sérfræðingur á Vellinum, sem er uppgjörsþáttur Símans um ensku úrvalsdeildina.

Þar ræddi hann um Paul Pogba, leikmann Manchester United. Sá átti slakan leik í jafntefli gegn Southampton um helgina.

„Paul Pogba minnti mig á leik­mann sem var sett­ur í varaliðið til að kom­ast í leik­form. Hann get­ur gert mann bilaðan. Hann er stór og sterk­ur en hann missti bolt­ann trekk í trekk. Þetta er heims­meist­ari í fót­bolta og þetta ger­ir mig pirraðan og ég er ekki United-maður,“ sagði Eiður á Vellinum.

„Hann á að vera leiðtogi í þessu liði. Ég get ímyndað mér að það að vera þjálf­ar­inn hans sé ekki bara erfitt held­ur skraut­legt. Þegar hann hef­ur áhuga og ger­ir hlut­ina eins og hann kann að gera þá er þetta sá leikmaður sem á að geta rifið Manchester United upp,“

Umræðuna má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gert ráð fyrir tæplega 300 áhorfendum á heimaleik Víkings í Finnlandi

Gert ráð fyrir tæplega 300 áhorfendum á heimaleik Víkings í Finnlandi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sancho pirrar stuðningsmenn United með ummælum við færslu Rashford

Sancho pirrar stuðningsmenn United með ummælum við færslu Rashford
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ryan Reynolds íhugar að láta enn frekar til sín taka

Ryan Reynolds íhugar að láta enn frekar til sín taka
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Chelsea fylgist náið með ungum Portúgala

Chelsea fylgist náið með ungum Portúgala