fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
433Sport

Umboðsmaður Bobby Duncan fær sitt í gegn: Liverpool er að selja hann

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 2. september 2019 08:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool hefur samþykkt 2 milljóna punda tilboð frá Fiorentina í framherjann, Bobby Duncan.

Allt fór í háaloft í síðustu viku þegar umboðsmaður Duncan var með læti, hann sakaði Liverpool um óheiðarleg vinnubrögð.

Saif Rubie, umboðsmaður Duncan var ósáttur en skjólstæðingur hans er að glíma við kvíða og þunglyndi. Vegna meðferðar Liverpool. ,,Við áttum fund með Liverpool á síðustu leiktíð, þar var okkur boðið að finna félag fyrir hann. Þeir vissu að Bobby var ekki ánægður hjá felaginu,“ sagði Rubie í síðustu viku.

Duncan er 18 ára gamall en framherjinn er frændi Steven Gerrard. Liverpool fær 20 prósent af næstu sölu á Duncan.

,,Bobby missti af leik með varaliðinu í síðustu viku, því hann glímir við andleg vandamál sem félagið hefur sett hann undir. Stress, vegna þess að félagið ætlaði að leyfa honum að fara en banna það núna“

Duncan yfirgaf ekki heimilli sitt í síðustu viku vegna kvíða, samkvæmt umboðsmanni hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Van Dijk gat valið á milli Manchester City og Chelsea

Van Dijk gat valið á milli Manchester City og Chelsea
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Nýtt ofurpar staðfest: Frumsýndi kærustuna á virtum viðburði – Sjáðu myndina

Nýtt ofurpar staðfest: Frumsýndi kærustuna á virtum viðburði – Sjáðu myndina
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Landsleikirnir gerðir upp og Adam Páls í beinni frá Ítalíu

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Landsleikirnir gerðir upp og Adam Páls í beinni frá Ítalíu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Segir að verkefnið taki Amorim marga mánuði

Segir að verkefnið taki Amorim marga mánuði
433Sport
Í gær

Fjarvera Hareide í dag vekur athygli – Þorvaldur lætur ekki ná í sig til að ræða framtíðina

Fjarvera Hareide í dag vekur athygli – Þorvaldur lætur ekki ná í sig til að ræða framtíðina
433Sport
Í gær

Eyþór Wöhler og KR rifta samningi

Eyþór Wöhler og KR rifta samningi