Inter Milan telur að Alexis Sanchez muni ganga í raðir félagsins á láni frá Manchester United, Sky Sports fjallar um málið.
Sanchez virðist ekki í plönum Manchester United á meðan Ole Gunnar Solskjær er við stjórnvölin.
Sky segir að Sanchez greiði með launum Sanchez 11 milljónir evra fyrir tímabilið, United greiðir talsverðan hluta af launum Sanchez.
Sanchez hefur verið í eitt og hálft ár hjá United, hann hefur ekki staðið undir væntingum.
United er hins vegar með þunnskipaða sóknarlínu og meiðsli Anthony Martial gætu haft áhrif á framtíð Sanchez.