Simon Jordan, fyrrum stjórnarformaður Crystal Palace útilokar það að Manchester United komist aftur á toppinn með Ole Gunnar Solskjær, við stýrið.
Gengi United síðustu mánuði hefur verið afar slakt, undir stjórn Solskjær. Liðið tapaði gegn Crystal Palace um helgina.
,,Það er ekkert að óttast í þessu United liði,“ sagði Jordan.
,,Það er ekki neinn hræddur við að fara á Old Trafford lengur, það var einu sinni þannig.“
Solskjær er með þriggja ára samning en gengi United frá 2013 hefur verið slakt.
,,Þetta mun ekki koma aftur undir stjórn Ole Gunnar Solskjær, þeir voru áður með bestu leikmennina.“