Tottenham tapaði ansi óvænt í ensku úrvalsdeildinni í gær er liðið fékk Newcastle í heimsókn. Newcastle hafði byrjað erfiðlega undir Steve Brue en kom öllum á óvart í London í gær.
Nýi framherjinn Joelinton gerði eina mark leiksins fyrir Newcastle og lokastaðan, 0-1.
Nú hefur verið greint frá því að Bruce hafi átt langt samtal við sinn gamla stjóra, Sir Alex Ferguson fyrir leikinn.
Pressa er á Bruce í starfi hjá Newcastle en stuðningsmenn félagsins voru ekki ánægðir með ráðninguna.
Ferguson sagði honum að slaka á og einbeita sér að taktík liðsins, ekki hlusta á alla þessa pressu.
Sigurinn á Tottenham gefur Bruce gott andrými en Newcastl hefur verið í veseni síðustu ár.