Kevin de Bruyne leikmaður Manchester City er fljótasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, til að leggja upp 50 mörk.
De Bruyne notaði 123 leiki til að leggja upp 50 mörk fyrir liðsfélaga sína, áður hafði Mesut Özil átt metið.
De Bruyne þurfti 18 leikjum minna en Özil til að leggja upp 50 mörk, Eric Cantona kemur þar á eftir.
Dennis Bergkamp og Cesc Fabregas koma þar á eftir en þeir léku með Arsenal líkt og Özil.
De Bruyne lagði upp í sigri City á Bournemouth um helgina en hann hefur farið vel af stað í ár.