Atli Barkarson 18 ára gamall varnarmaður hefur gengið í raðir Fredrikstad í Noregi frá Norwich.
Atli gerir samning við Fredrikstad út árið 2019 en með möguleika á að framlengja dvölina.
Þessi öflugi drengur yfirgaf uppeldisfélag sitt Völsung árið 2017 og fór til Norwich, hann fer nú til Noregs.
Atli hefur spilað fyrir U17, U18 og U19 ára landslið Íslands en umboðsmaður hans er Ólafur Garðarson.
,,Þetta er stórt félag, sofandi risi sem er að vakna,“ sagði Atli.
,,Eftir dvölina hjá Norwich þá vil ég reynslu með aðalliði, það er undir mér að standa mig og sanna mitt ágæti.“