Það fór fram frábær leikur í ensku úrvalsdeildinni í fyrradag er Manchester United heimsótti Wolves. Það vantaði ekki fjörið á Molineaux en United tók forystuna í fyrri hálfleik með góðu marki Anthony Martial.
Staðan var 1-0 í hálfleik en í þeim síðari þá jafnaði Ruben Neves metin fyrir Wolves með stórkostlegu skoti fyrir utan teig. Stuttu seinna fékk United vítaspyrnu og steig Paul Pogba á punktinn – hann fiskaði spyrnuna sjálfur. Rui Patricio sá hins vegar við Pogba á punktinum en spyrna franska landsliðsmannsins var slök. Það var fjör á síðustu mínútum leiksins en fleiri voru mörkin ekki og lokastaðan, 1-1.
Pogba hefur verið teiknaður upp sem skúrkur en hann hefur fengið mörg ógeðsleg skilaboð á netinu. Mirror fjallar um málið en um er að gróft kynþáttaníð, N-orðið er mikið notað. Manchester United hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. ,,Manchester United er með óbragð í munni vegna kynþáttaníðs í garð Paul Pogba,“ segir meðal annars.
Nú hefur United fengið fund með Twitter þar sem mest af þessum fordómum eru í fótboltanum. United vill ræða málin hvort ekki sé hægt að koma í veg fyrir aðganga sem eru í nafnleynd. Uppi eru hugmyndir um að þú þurfir að setja inn skilríki til að fá aðgang á Twitter.
Knattspyrnuheimurinn er að ógeð af ofbeldinu sem er á veraldarvefnum, þar er mikið af fólki sem kemur fram án nafns og lætur ljót ummæli falla. Knattspyrnumenn vilja breytingar á samfélagsmiðlum.