Lögreglan í Hampshire á Englandi, hefur auglýst eftir stuðningsmanni Liverpool sem kastaði reyksprengju í lítið barn.
Atvikið átti sér stað þegar Liverpool vann 1-2 sigur á Southampton á útivelli um helgina.
Brúsi sem innihélt sprengjuna lenti í andliti á sjö ára strák.
Brúsanum var kastað úr hluta stúkunnar þar sem stuðningsmenn Liverpool voru, lögreglan vill nái tali af manninum.
Drengurinn ungi fékk smávægileg meiðsli eftir að brúsanum var kastað í hann. Atvikið gerðist eftir að Roberto Firmino skoraði annað mark Liverpool í leiknum.
Drenginn unga má sjá hér að neðan.
Scousers threw a smoke bomb into the Saints fans during the 2nd goal hitting this 7 year old. Always the victims. #LFC #SaintsFC pic.twitter.com/jJvZOpG2HM
— Ralph In (@Puel_Out) August 17, 2019