fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
433Sport

Knattspyrnuheimurinn að fá ógeð af kynþáttafordómum á netinu: Kalla eftir aðgerðum

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 20. ágúst 2019 13:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fór fram frábær leikur í ensku úrvalsdeildinni í gær er Manchester United heimsótti Wolves. Það vantaði ekki fjörið á Molineaux en United tók forystuna í fyrri hálfleik með góðu marki Anthony Martial.

Staðan var 1-0 í hálfleik en í þeim síðari þá jafnaði Ruben Neves metin fyrir Wolves með stórkostlegu skoti fyrir utan teig. Stuttu seinna fékk United vítaspyrnu og steig Paul Pogba á punktinn – hann fiskaði spyrnuna sjálfur. Rui Patricio sá hins vegar við Pogba á punktinum en spyrna franska landsliðsmannsins var slök. Það var fjör á síðustu mínútum leiksins en fleiri voru mörkin ekki og lokastaðan, 1-1.

Pogba hefur verið teiknaður upp sem skúrkur en hann hefur fengið mörg ógeðsleg skilaboð á netinu. Mirror fjallar um málið en um er að gróft kynþáttaníð, N-orðið er mikið notað. Manchester United hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. ,,Manchester United er með óbragð í munni vegna kynþáttaníðs í garð Paul Pogba,“ segir meðal annars.

Knattspyrnuheimurinn er að ógeð af ofbeldinu sem er á veraldarvefnum, þar er mikið af fólki sem kemur fram án nafns og lætur ljót ummæli falla. Knattspyrnumenn vilja breytingar á samfélagsmiðlum.

,,Þetta er komið nóg, þetta þarf að hætta Twitter,“ sagði Marcus Rashford framherji enska landsliðsins, mest af fordómunum er á Twitter.

Harry Maguire samherji Pogba og Rashford leggur orð í belg. ,,Ógeðslegt, samfélagsmiðlar verða að gera eitthvað. Allir sem fá aðgang ættu að þurfa að sanna nafn sitt með vegabréfi eða ökuskírteni. Það þarf að stöðva þessa einstaklinga sem haga sér svona.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Lukaku á sér draumaáfangastað – Þarf að vonast eftir þessu svo skiptin gangi í gegn

Lukaku á sér draumaáfangastað – Þarf að vonast eftir þessu svo skiptin gangi í gegn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Svekkelsi Arnars og Víkinga í Evrópu heldur áfram – Svona er gengi liðsins þar undanfarin ár

Svekkelsi Arnars og Víkinga í Evrópu heldur áfram – Svona er gengi liðsins þar undanfarin ár
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ummæli Arnórs í viðtali á Íslandi rötuðu fljótt til vinnuveitenda hans – „Á aldrei að ganga svo langt að jafn vel gefinn drengur og Arnór þurfi að lenda í þessari aðstöðu“

Ummæli Arnórs í viðtali á Íslandi rötuðu fljótt til vinnuveitenda hans – „Á aldrei að ganga svo langt að jafn vel gefinn drengur og Arnór þurfi að lenda í þessari aðstöðu“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Eru í miklu sambandi við Trent sem er opinn fyrir því að fara

Eru í miklu sambandi við Trent sem er opinn fyrir því að fara
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hörður hafði vart undan við að eyða líflátshótunum og ógeðfelldum ummælum – „Djöfull er þetta lasið“

Hörður hafði vart undan við að eyða líflátshótunum og ógeðfelldum ummælum – „Djöfull er þetta lasið“
433Sport
Í gær

Mbappe bað aldrei um þetta – „Virði hann svo mikið“

Mbappe bað aldrei um þetta – „Virði hann svo mikið“
433Sport
Í gær

Seinni leiknum hætt fyrr vegna veðurs – Jafntefli niðurstaðan

Seinni leiknum hætt fyrr vegna veðurs – Jafntefli niðurstaðan