Sky Sports segir frá því að allt bendi til þess að Alexis Sanchez fari á láni til Inter.
Inter vill fá Sanchez á láni og borga helming launa hans, Sanchez þénar vel hjá United.
Sagt er að Sanchez sé með 500 þúsund pund á viku, Inter mun borga 250 þúsund pund á viku. United greiðir hinn helminginn.
Sanchez er þrítugur en hann kom til United fyrir einu og hálfu ári. Hann hefur ekki fundið taktinn.
Daily Mail fjallar um tölfræði Sanchez og setur hana í samhengi, þannig hefur United greitt Sanchez og umboðsmanni hans tæpar 8 milljónir punda fyrir hvert mark. 1,2 milljarð íslenskra króna.
Sanchez hefur skorað fimm mörk í 45 leikjum, hræðileg tölfræði fyrir öflugan leikmann.