Mario Balotelli er orðinn leikmaður Brescia í Serie A en hann skrifaði undir samning við félagið í gær.
Balotelli snýr þarf aftur í heimabæ sinn en hann er uppalinn þar og bjó í bænum ásamt móður sinni.
Móðir Balotelli frétti af félagaskiptunum á dögunum og fór að hágráta er hún heyrði fréttirnar.
,,Þegar ég sagði henni að ég væri að koma aftur til Brescia þá fór hún að gráta,“ sagði Balotelli.
,,Ég reyndi að fá svör og spurði hver hennar skoðun væri en hún bara grét.“