Arsenal vann sinn annan sigur í röð í ensku úrvalsdeildinni um helgina er liðið mætti Burnley. Arsenal komst yfir á 13. mínútu í leik dagsins en Alexandre Lacazette skoraði þá mark.
Burnley jafnaði metin fyrir lok fyrri hálfleik en Ashley Barnes skoraði og staðan 1-1 í hálfleik. Það var svo Pierre-Emerick Aubameyang sem tryggði Arsenal stigin þrjú með marki á 64. mínútu.
Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley og lék 72 mínútur.
Sean Dyche þjálfari Burnley fór að kvarta eftir leik, hann sagðist ekki þola það horfa á leikmenn Arsenal dýfa sér.
Lacazette sem skoraði fyrra mark Arsenal svaraði fyrir þetta á Instagram með körlum grenjandi úr hlátri. Eins og sjá má hér að neðan.