Leikmönnum Manchester United er nú bannað að stoppa fyrir utan æfingasvæði félagsins og spjalla við stuðningsmenn.
Skilti með þeim skilaboðum var sett upp fyrir utan Carrington svæðið í dag.
Ástæðan er sögð slysahætta sem skapast getur þegar ökutæki eru stöðvuð.
Það hefur lengi verið hefð fyrir því að ungir stuðningsmenn safnist saman fyrir utan svæðið, til að hitta hetjurnar sínar.
Nú hefur verið tekið fyrir það en síðast í gær var Alexis Sanchez að stoppa bifreið sína fyrir unga drengi, skiltið var svo sett upp í morgun.