fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
433Sport

Hefði átt að endurtaka vítaspyrnuna sem tryggði Liverpool bikarinn?

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 15. ágúst 2019 11:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fór fram frábær leikur í gær er Liverpool og Chelsea áttust við í Ofurbikar Evrópu. Það var leikið á heimavelli Besiktas í Tyrklandi og vantaði alls ekki upp á fjörið í leikinn.

Chelsea komst yfir í fyrri hálfleik er Olivier Giroud skoraði fínt mark eftir sendingu frá Christian Pulisic. Sadio Mane jafnaði metin fyrir Liverpool snemma í seinni hálfleik eftir sendingu Roberto Firmino. Staðan var jöfn eftir 90 mínúturnar og í framlengingunni skoraði Mane svo sitt annað mark og kom þeim rauðu yfir.

Chelsea jafnaði svo af vítapunktinum en Jorginho skoraði þar örugglega eftir að brotið hafði verið á Tammy Abraham.

Úrslitin þurftu að ráðast í vítaspyrnukeppni og þar klúðraði Tammy Abraham einu spyrnunni og vann Liverpool hana, 5-4. Nú er því haldið fram að Adrian, markvörður Liverpool hafi verið komin með báða fætur af línunni.

Reglurnar eru skýrar en markvörður má ekki fara af línunni fyrir en búið er að spyrna í knöttinn.

Þar með hafi átt að endurtaka spyrnuna og mögulega hefðu úrslitin orðið önnur. Hvað segir þú um það? Mynd af þessu má sjá hér að neðan

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Óli Valur keyptur til Breiðabliks

Óli Valur keyptur til Breiðabliks
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þungt að sjá Aron fara út af – Telur að þetta hafi farið í gegnum huga hans

Þungt að sjá Aron fara út af – Telur að þetta hafi farið í gegnum huga hans
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Virðist ekki sjá eftir ummælunum en baðst ‘afsökunar’ – ,,Hann er 30 ára gamall“

Virðist ekki sjá eftir ummælunum en baðst ‘afsökunar’ – ,,Hann er 30 ára gamall“
433Sport
Í gær

Real Madrid telur sig í góðri stöðu þrátt fyrir áhuga United

Real Madrid telur sig í góðri stöðu þrátt fyrir áhuga United
433Sport
Í gær

Juventus hefur áhuga og Chilwell líklegur til þess að fara

Juventus hefur áhuga og Chilwell líklegur til þess að fara