Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sá sína menn tapa 3-1 gegn FH í kvöld í undanúrslitum Mjólkurbikarsins.
Rúnar segir að spilamennskan hafi verið góð í kvöld og segir að tapið hafi ekki verið sanngjarnt.
,,Mér fannst við vera fínir í dag, mjög góðir og það er ekki sanngjarnt að tapa þessum leik,“ sagði Rúnar við Stöð 2 Sport.
,,Þeir fá gefins víti, við jöfnum og svo brjótum við klaufelga á okkur. Við reyndum að vera þolinmóðir í seinni hálfleik og jafna en þeir fá svo ódýrt mark fannst mér.“
,,Þetta var mjög há fyrirgjöf og góður skalli hjá Morten Beck og þetta varð erfiðara eftir það.“
,,Við þurftum að færa okkur framan og það bauð FH upp á meira, ég get ekki sagt að ég sé brjálæðislega ósáttur við frammistöðuna í fyrri hálfleik.“