Það eru ekki allir sáttir með dómarann Helga Mikael Jónsson sem dæmir í Pepsi Max-deild karla.
Helgi er nokkuð umdeildur dómari og hefur fengið gagnrýni á þessari leiktíð.
Hann dæmir nú leik FH og KR í undanúrslitum Mjólkurbikarsins en staðan er 2-1 fyrir FH í hálfleik.
Helgi er ekki talinn hafa haft góð tök á leiknum og dæmdi á meðal annars ansi ódýra vítaspyrnu fyrir FH.
Brandur Olsen féll í teignum snemma leiks eftir viðskipti við Arnþór Inga Kristinsson en dómurinn var gríðarlega strangur.
Twitter-fólk lét í sér heyra og er ekki ánægt með frammistöðu Helga.
Vítin ekki mikið ódýrari.
— Rikki G (@RikkiGje) 14 August 2019
Helgi Mikael trúður. Svona í alvöru talað eru ekki til betri dómarar á Íslandi?
— Davíð Guðrúnarson (@DaviBirgisson) 14 August 2019
Það eru ca 8 sekúndur þangað til Helgi Mikael missir alveg tökin á þessum leik ?♂️
— Hilmar Þór Norðfjörð (@hilmartor) 14 August 2019
Hvernig má það vera að maður eins og Helgi Mikael dæmir leik sem var vitað fyrir að hann myndi ekki ráða við??
— Birgir Þór (@birgirtho) 14 August 2019
Helgi Mikael er surefnisþjofur.
— Guðni Þ. Guðjónsson (@TheDuke180) 14 August 2019
Helgi Mikael með enn eina drulluna i sumar! Rifðu þig i gang sultan þin
— Eyþór Helgi (@EysiBirgis) 14 August 2019