fbpx
Þriðjudagur 04.mars 2025
433Sport

Kolbeinn að ganga í raðir stórliðsins Dortmund

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 13. ágúst 2019 17:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbeinn Birgir Finnsson er að ganga í raðir þýska stórliðsins Borussia Dortmund samkvæmt heimildum 433.is. Hann skrifar undir á næstu dögum.

Kolbeinn er fæddur árið 1999 en hann fagnar 20 ára afmæli sínu þann 25. ágúst næstkomandi.

Kolbeinn hefur leikið með Fylki í Pepsi-Max deild karla í sumar – þar hefur hann spilað 13 leiki og skorað tvö mörk.

Hann er þó ekki í eigu Fylkis en félagið fékk hann lánaðan frá enska félaginu Brentford fyrr í sumar.

Kolbeinn er þó uppalinn hjá Fylki en hann samdi við Groningen árið 2016 og fór síðar til Brentford.

Einnig á Kolbeinn að baki fjölmarga landsleiki fyrir yngri landslið Íslands og hefur tvisvar spilað fyrir aðalliðið.

Dortmund er félag sem allir kannast við en liðið hefur lengi verið eitt það sterkasta í efstu deild í Þýskalandi.

Dortmund mun kaupa Kolbein í sínar raðir og skrifar hann undir þriggja ára samning við félagið.

Kolbeinn fetar því í fótspor Atla Eðvaldssonar en hann lék með Dortmund frá 1980 til 1981 og skoraði 11 mörk í 30 leikjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Glæsilegt mark Jóhanns tilnefnt sem það fallegasta í Sádí – Smelltu hér til að kjósa

Glæsilegt mark Jóhanns tilnefnt sem það fallegasta í Sádí – Smelltu hér til að kjósa
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fær mjög þungan dóm fyrir hegðun sína í Frakklandi um helgina – Sjáðu hvað gerðist

Fær mjög þungan dóm fyrir hegðun sína í Frakklandi um helgina – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stjarna í kvennaliði United verulega ósátt með félagið

Stjarna í kvennaliði United verulega ósátt með félagið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stuðningsmenn United brjálaðir út í Mason Mount eftir að þessi mynd birtist um helgina

Stuðningsmenn United brjálaðir út í Mason Mount eftir að þessi mynd birtist um helgina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Óvænt tíðindi berast frá Anfield – Yrði algjör U-beygja

Óvænt tíðindi berast frá Anfield – Yrði algjör U-beygja
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Amorim vill fyrrum leikmann sinn – Er með reynslu úr úrvalsdeildinni

Amorim vill fyrrum leikmann sinn – Er með reynslu úr úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Guardiola tekur undir ummælin sem Arteta fékk á baukinn fyrir

Guardiola tekur undir ummælin sem Arteta fékk á baukinn fyrir
433Sport
Í gær

Leikmaður United brotnaði niður í gær – Myndband

Leikmaður United brotnaði niður í gær – Myndband