fbpx
Þriðjudagur 12.nóvember 2024
433Sport

Kolbeinn að ganga í raðir stórliðsins Dortmund

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 13. ágúst 2019 17:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbeinn Birgir Finnsson er að ganga í raðir þýska stórliðsins Borussia Dortmund samkvæmt heimildum 433.is. Hann skrifar undir á næstu dögum.

Kolbeinn er fæddur árið 1999 en hann fagnar 20 ára afmæli sínu þann 25. ágúst næstkomandi.

Kolbeinn hefur leikið með Fylki í Pepsi-Max deild karla í sumar – þar hefur hann spilað 13 leiki og skorað tvö mörk.

Hann er þó ekki í eigu Fylkis en félagið fékk hann lánaðan frá enska félaginu Brentford fyrr í sumar.

Kolbeinn er þó uppalinn hjá Fylki en hann samdi við Groningen árið 2016 og fór síðar til Brentford.

Einnig á Kolbeinn að baki fjölmarga landsleiki fyrir yngri landslið Íslands og hefur tvisvar spilað fyrir aðalliðið.

Dortmund er félag sem allir kannast við en liðið hefur lengi verið eitt það sterkasta í efstu deild í Þýskalandi.

Dortmund mun kaupa Kolbein í sínar raðir og skrifar hann undir þriggja ára samning við félagið.

Kolbeinn fetar því í fótspor Atla Eðvaldssonar en hann lék með Dortmund frá 1980 til 1981 og skoraði 11 mörk í 30 leikjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ólafur hættir afskiptum af meistaraflokki Breiðabliks

Ólafur hættir afskiptum af meistaraflokki Breiðabliks
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fjöldi umdeildra atvika sem David Coote hafði áhrif á hjá Liverpool – Slæm meiðsli og virðist sleppa augljósum atvikum

Fjöldi umdeildra atvika sem David Coote hafði áhrif á hjá Liverpool – Slæm meiðsli og virðist sleppa augljósum atvikum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Borgarbarnið Gunnar lýsir hryllingi úr ferð með Herjólfi um helgina – „Fannst ég aldrei vita hvort hann kæmi í hnakkann á mér eða upp með síðunni“

Borgarbarnið Gunnar lýsir hryllingi úr ferð með Herjólfi um helgina – „Fannst ég aldrei vita hvort hann kæmi í hnakkann á mér eða upp með síðunni“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lið helgarinnar í enska – Fjórir frá United en enginn frá Liverpool

Lið helgarinnar í enska – Fjórir frá United en enginn frá Liverpool
433Sport
Í gær

Gary Lineker hættir að stýra vinsælasta þætti BBC eftir tímabilið

Gary Lineker hættir að stýra vinsælasta þætti BBC eftir tímabilið
433Sport
Í gær

Solskjær uppljóstrar því hver sagði honum að taka ekki Ronaldo aftur til United

Solskjær uppljóstrar því hver sagði honum að taka ekki Ronaldo aftur til United
433Sport
Í gær

Nafngreina manninn sem mætti með ógeðsleg skilaboð um hinn nýlátna mann

Nafngreina manninn sem mætti með ógeðsleg skilaboð um hinn nýlátna mann