HK hefur fengið til sín sóknarmanninn Birni Snæ Ingason en þetta var staðfest í dag.
Birnir gerir samning við HK til ársins 2023 en hann kemur til félagsins frá Val.
Birnir samdi við Val fyrir þessa leiktíð en tækifærin voru af skornum skammti á Hlíðarenda.
Hann vakti fyrst athygli hjá Fjölni en Birnir á að baki 74 leiki í efstu deild og hefur skorað 13 mörk.
HK er að berjast um að halda sæti sínu í deildinni og kemur Birnir til með að hjálpa liðinu í því verkefni.