Everton á Englandi er óvænt sagt vera að undirbúa tilboð í sóknarmanninn umdeilda Diego Costa.
Costa spilar í dag með Atletico Madrid en það gekk afar erfiðlega hjá framherjanum á síðustu leiktíð.
The Daily Mail fullyrðir það í dag að Everton sé að leggja fram tilboð í Costa sem var áður hjá Chelsea.
Costa er þekktur klikkhaus en hann hefur oftar en einu sinni komið sér í vandræði á vellinum.
Gylfi Þór Sigurðsson leikur með Everton og gæti reynt að mata Costa fyrir framan markið á næstu leiktíð.
Costa lætur alltaf finna fyrir sér á vellinum og var dæmdur í átta leikja bann á síðustu leiktíð fyrir að tala illa um móður dómarans í miðjum leik.