fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
433Sport

Sjáðu stórkostlegar myndir úr brúðkaupsferð Gylfa og Alexöndru – Mætt til Singapore

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 29. júní 2019 21:30

Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur ekki farið framhjá neinum sem fylgjast með fréttum og/eða samfélagsmiðlum að brúðkaup ársins fór fram fyrr í mánuðinum þegar Gylfi Sigurðsson, leikmaður landsliðsins í fótbolta og Everton og Alexandra Helga Ívarsdóttir gengu í það heilaga við Como vatn á Ítalíu.

Myndirnar úr brúðkaupinu og veislunni eru draumi líkastar og eins og klipptar út úr tískublaði, enda parið fallegt að innan sem utan.

Brúðkaupsdögunum vörðu hjónin síðan á Maldíveyjum og sama er upp á teningnum þar, falleg brúðhjón í fallegu umhverfi.

Hamingjan lék við hjónin í gullfallegu umhverfi og hafa þau verið dugleg að deila myndum með fylgjendum sínum á Instagram. Við eina myndina gantast Alexandra með að Gylfi sé orðinn Instagram eiginmaður, en það hugtak er notað um maka sem hafa það vandasama verkefni að láta hinn einstaklinginn líta óaðfinnanlega út á myndum og samfélagsmiðlum.

https://www.instagram.com/p/BzAY_Mjgtbz/

Hjónin völdu hótelið One & Only sem áfangastað sinn, en það er á einni af stærstu eyju Maldív eyjaklasans, um 700 km suðvestur af Sri Lanka. Hægt er að velja á milli nokkurra gistimöguleika á verðbilinu 200 þúsund til 3 milljónir króna fyrir sólarhringinn.

https://www.instagram.com/p/BzC1hivAatR/

https://www.instagram.com/p/BzONNoHADv-/

https://www.instagram.com/p/BzPSGx7AR1Y/

https://www.instagram.com/p/BzIVLfTAd1c/

https://www.instagram.com/p/BzFcEv8Aklp/

Alls konar dekur og afþreying er í boði fyrir gesti: spa meðferðir, hjólreiðar, golf, alls konar vatnasport og fleira. Þar eru einnig verslanir sem selja fatnað og fylgihluti hátískumerkja.

Maturinn er einnig á heimsmælikvarða og ljúffengur jafnt fyrir maga sem sjón.

Sannkallaður draumaáfangastaður.

https://www.instagram.com/p/BzQkAmwgw3e/

https://www.instagram.com/p/BzP-E32ga0d/

https://www.instagram.com/p/BzSXiPcIc6M/

Gylfi og Alexandra eru núna komin til Singapore og eiga fylgjendur þeirra von á fallegum myndum þaðan.

Þar gista þau á Marina Bay Sands hótelinu, þar sem allt er til alls: veitingastaðir, skemmtun, verslanir, veitingastaðir og safn. Sagt er að ef þú ætlir þér að sjá einn stað í Singapore þá sé hótelið sá staður.

Á hótelinu er sundlaug á efstu hæð þess, sem er ekki fyrir lofthrædda enda er hún í 199 metra hæð yfir jörðu. Útsýnið yfir Singapore er hins vegar stórkostlegt.

https://www.instagram.com/p/BzSVTImg3ay/

Fóru þau út að borða á veitingastaðnum CÉ LA VI sem býður upp á allt það besta í nútíma austurlenskri matargerð og einstaka kokteila auk fagurs útsýnis yfir borgina.

https://www.instagram.com/p/BzTFyOeg_Ry/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Nistelrooy refsaði leikmanni sem neitar að hætta að keyra 320 kílómetra á dag

Nistelrooy refsaði leikmanni sem neitar að hætta að keyra 320 kílómetra á dag
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Spá fyrir Bestu deildina – 7. og 8. sæti: Tveimur meiðslum frá húrrandi fallbaráttu

Spá fyrir Bestu deildina – 7. og 8. sæti: Tveimur meiðslum frá húrrandi fallbaráttu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Björn Þór um auglýsingarnar sem hafa slegið í gegn: „Þetta býður upp á að við getum gert eitthvað meira“

Björn Þór um auglýsingarnar sem hafa slegið í gegn: „Þetta býður upp á að við getum gert eitthvað meira“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Spekingar spá í spilin fyrir þá Bestu og mikilvægir leikir hjá landsliðinu

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Spekingar spá í spilin fyrir þá Bestu og mikilvægir leikir hjá landsliðinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta eru þeir tíu leikmenn sem eiga að skara fram úr í Bestu deildinni í sumar

Þetta eru þeir tíu leikmenn sem eiga að skara fram úr í Bestu deildinni í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

De Bruyne skrifar bréf og staðfestir að hann sé að hætta hjá City

De Bruyne skrifar bréf og staðfestir að hann sé að hætta hjá City