Cristiano Ronaldo leikmaður Juventus reynir að selja glæsilegt hús sem hann á í Manchester.
Tíu ár eru síðan að Ronaldo yfirgaf United en hann hefur ekki selt húsið sitt.
Ronaldo reyndi það fyrst um sinn en þegar hann fékk ekki verðið sem hann vildi, þá setti hann það á leigu.
Ronaldo vill fá 3,25 milljónir punda fyrir húsið sem er með sundlaug, heitum potti, rækt, bíósal og leikjasal.
Húsið er í Alderley Edge sem er vinsælt hverfi fyrir knattspyrnumenn. Luke Shaw bakvörður Manchester United leigði húsið um tíma.
Shaw leigði húsið af Ronaldo á 7 þúsund pund á mánuði eftir að hann kom til félagsins árið 2014.
Húsið má sjá hér að neðan.