fbpx
Föstudagur 08.nóvember 2024
433Sport

Harkaleg gagnrýni á Hannes: Fór í brúðkaup Gylfa og Alexöndru – „Þú ert einn sá launahæsti“

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 16. júní 2019 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pepsi Max-mörkin fóru fram á Stöð2 Sport í gær, þar vakti mikla athygli, umræða um Hannes Þór Halldórsson. Landsliðsmarkvörður Íslands er meiddur. Hann fékk leyfi, að fara í brúðkaup til Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur.

Hannes meiddist í sigri Íslands á Tyrklandi, á þriðjudag. Sökum þess gaf Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, honum leyfi til að fara í brúðkaup Gylfa og Alexöndru á Ítalíu. Veislan fór fram í gær.

Hannes gekk í raðir Vals í vor og er mikilvægur hlekkur í liði Íslandsmeistarana. Liðið vann góðan sigur á ÍBV í Pepsi Max-deild karla í gær.

,,Hannes Þór spilaði báða landsleikina, hann er sagður meiddur. Hann fær leyfi frá Óla til að fara til Ítalíu í þetta brúðkaup. Liðið þitt er í neðsta sæti deildarinnar. Þú ert einn launahæsti, ef ekki launahæsti leikmaður deildarinnar, ert á fjögurra ára samningi. Félagarnir þínir eru í þessari baráttu, þú ferð í þetta brúðkaup. Hefðir þú farið?,“ sagði Hörður Magnússon, skipstjóri þáttarins.

Reynir Leósson var einn af sérfræðingum þáttarins í gær. Reynir segir að hann hefði aldrei farið. Valur vann sigur á ÍBV í gær, án Hannesar sem var að skemmta sér á Ítalíu.

,,Ég hefði ekki farið, þessi staða hefur ekki komið upp hjá mér. Ég hefði ekki farið, það er mikil ábyrgð á herðum Hannesar. Þá er það ábyrgð hjá honum að vera með þeim í blíðu og stríðu. Hann hefur verið einn þeirra besti leikmaður. Þetta kom mér á óvart.“

,,Ég hefði ekki farið í þetta, þetta er frábært brúðkaup. Ég hefði aldrei gert þetta.“

Hörður spurði þá Atla viðar Björnsson. ,,Hvaða skilaboð er Hannes að senda? Að brúðkaup á Ítalíu er mikilvægari en þið.“

Atli taldi að Hannes hefði sett þjálfara sinn í vonda stöðu. ,,Mér finnst hann vera að setja Óla í mjög erfiða stöðu með því að fara. Ég efast ekki í eina mínútu að hann sé meiddur, að setja myndir á Instagram. Mér finnst hann gera Óla og Val sem félagi óleik.

Hörður velti því þá fyrir sér hvort Ólafur hefði verið að athuga, hvernig karakter Hannes hefur að geyma. ,,Var Óli að komast að því, hvaða hug Hannes ber til félagsins?,“ sagði Hörður

Reynir svaraði. ,,Ég held að Óli hugsi margt, hann er búinn að þjálfa marga leikmenn. Ég veit ekki hvað hann er að hugsa. Hann vann leikinn án Hannesar, það kemur í ljós hvað hann var að hugsa í næstu leikjum. Það verður spennandi að sjá hvernig framhaldið verður. Þetta var einkennilegt.“

 

View this post on Instagram

 

Wedding pre-party ??☀️ #lexasig

A post shared by Hannes Halldórsson (@hanneshalldorsson) on

 

View this post on Instagram

 

? #lexasig

A post shared by Hannes Halldórsson (@hanneshalldorsson) on

 

View this post on Instagram

 

Wedding weekend ?? ?

A post shared by Johann Berg Gudmundsson (@johannberggudmundsson) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Karl Friðleifur sáttur eftir frækinn sigur – „Ég vann á vellinum í tvö eða þrjú ár, það var sætt að sjá hann“

Karl Friðleifur sáttur eftir frækinn sigur – „Ég vann á vellinum í tvö eða þrjú ár, það var sætt að sjá hann“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Frækinn sigur Víkings í Evrópu – 124 milljónir komnar í kassann og dauðafæri á að fara áfram

Frækinn sigur Víkings í Evrópu – 124 milljónir komnar í kassann og dauðafæri á að fara áfram
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Deschamps ákvað að velja Mbappe ekki í landsliðið

Deschamps ákvað að velja Mbappe ekki í landsliðið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Bíður og vonar að Gylfi verði áfram í Val – „Það var örugglega erfitt fyrir hann að koma heim og meðtaka“

Bíður og vonar að Gylfi verði áfram í Val – „Það var örugglega erfitt fyrir hann að koma heim og meðtaka“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gylfi Þór ræddi æsku sína – „Maður horfir til baka, þetta var erfitt stundum“

Gylfi Þór ræddi æsku sína – „Maður horfir til baka, þetta var erfitt stundum“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Víkingur borgar nokkrar milljónir fyrir hvern leik í Kópavoginum

Víkingur borgar nokkrar milljónir fyrir hvern leik í Kópavoginum