Liverpool hefur frumsýnt varabúning sinn fyrir næstu leiktíð en það er New Balance sem sér um að framleiða treyjurnar.
Varabúningur liðsins verður hvítur og hefur fengið fína dóma.
Það sem vekur mesta athygli við treyjuna er að grafið er í hann talan 96, það er til minningar um þá stuðningsmenn Liverpool sem féllu frá á Hillsborough.
Atvikið átti sér stað árið 1989 og eru því 30 ár frá því, 96 stuðningsmenn Liverpool féllu frá í harmleiknum.
Treyjuna má sjá hér að neðan.