Valur vann stórsigur í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld er liðið spilaði við Fylki í sjöttu umferð.
Valsstúlkur héldu sýningu á Origo-vellinum í kvöld og skoraðu sex mörk gegn engu frá gestunum.
Elín Metta Jensen var að venju frábær fyrir Val og skoraði fjögur mörk í sannfærandi sigri.
Fyrr í dag áttust við HK/Víkingur og ÍBV en þeim leik lauk með 3-1 sigri ÍBV þar sem Cloe Lacasse gerði tvennu.
Valur 6-0 Fylkir
1-0 Hlín Eiríksdóttir
2-0 Margrét Lára Viðarsdóttir
3-0 Elín Metta Jensen
4-0 Elín Metta Jensen
5-0 Elín Metta Jensen
6-0 Elín Metta Jensen
HK/Víkingur 1-3 ÍBV
0-1 Cloe Lacasse
1-1 Guðrún Gyða Haralz
1-2 Kristín Erna Sigurlásdóttir
1-3 Cloe Lacasse(víti)